Mario Balotelli fór á kostum fyrir tyrkneska liðið Adana Demirspor í tyrknesku úrvalsdeildinni í gær.
Hann skoraði þá fimm mörk í 7-0 sigri á Göztepe. Var eitt markanna afar glæsilegt eins og sjá má neðst í fréttinni.
Birkir Bjarnason leikur með Adana. Hann var ónotaður varamaður í gær. Landsliðsfyrirliðinn á ár eftir af samningi sínum í Tyrklandi.
Leikurinn í gær var sá síðasti hjá Adana á þessari leiktíð. Liðið hafnar í níunda sæti með 55 stig, tíu stigum frá Evrópusæti. Adana átti mjög fína spretti fyrr á tímabilinu en svo dró aðeins úr þeim og liðið sogaðist neðar í töfluna.
Mario Balotelli scored five goals and did 𝐭𝐡𝐢𝐬 today 🤯
(via @beINSPORTS_TR) pic.twitter.com/Ou7jFWqC4p
— B/R Football (@brfootball) May 22, 2022