Manchester City varð í gær Englandsmeistari eftir magnaðan endurkomu sigur gegn Aston Villa í gær.
Það leit á kafla út fyrir að titilinn væri í mikilli hættu hjá City því Aston Villa komst í 0-2. Bláliðar sneru dæminu þó við með þremur mörkum á fimm mínútna kafla í seinni hálfleik.
City vann deildina því með einu stigi meira en Liverpool.
Leikmenn City fóru svo í gærkvöldi, ásamt stjóranum Pep Guardiola og mökum, út á lífið þar sem djammað var fram á nótt.
Ljósmyndarar voru að sjálfsögðu á svæðinu og smelltu af myndum.