Þorleifur Úlfarsson, Thor eins og Bandaríkjamenn kalla hann, skoraði sitt fyrsta mark fyrir Houston Dynamo í MLS-deildinni vestanhafs í gær.
Markið gerði hann með frábærri afgreiðslu í leik gegn Los Angeles Galaxy í nótt. Markið var það þriðja í 0-3 sigri Houston.
Þorleifur gekk til liðs við Houston í vetur eftir að hafa leikið í háskólaboltanum í Bandaríkjunum.
Markið má sjá hér að neðan.
The Son of Odin has arrived in Major League Soccer 🇮🇸⚡️ pic.twitter.com/rRSoZ8kk5L
— Houston Dynamo FC (@HoustonDynamo) May 23, 2022