fbpx
Sunnudagur 09.mars 2025
433Sport

Önnur líkamsárás átti sér stað í gær – Sjáðu myndbandið

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 23. maí 2022 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City varð Englandsmeistari í gær með dramatískum 3-2 sigri á Aston Villa.

Eftir leik hlupu stuðningsmenn inn á völlinn og tveir þeirra veittust að Robin Olsen, markverði Villa.

Manchester City hefur beðið Svíann innilegrar afsökunar. Þá er sagt að rannsókn sé þegar hafinn og þegar sökudólgurinn finnist fari hann í ævilangt bann frá knattspyrnuvellinum.

Mörg leiðinda atvik hafa komið upp á Englandi undanfarið eftir að áhorfendur ráðast inn á velli í fagnaðarlátum. Enska úrvalsdeildin og enska knattspyrnusambandið skoða hvað skal gera í málinu. Á dögunum skallaði stuðningsmaður Nottingham Forest Billy Sharp, leikmann Sheffield United, í fagnaðarátum eftir að hafa hlaupið inn á völlinn í leikslok.

Þá veittist stuðningsmaður Everton að Patrick Vieira, stjóra Crystal Palace, í fagnaðarlátum eftir leik liðanna á dögunum. Það fór svo að Vieira sparkaði stuðningsmanninn niður.

Hér fyrir neðan má sjá árásinu á Olsen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

,,Ég vil meira frá honum, hann þarf að gera meira“

,,Ég vil meira frá honum, hann þarf að gera meira“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Salah með tvö í endurkomu Liverpool – Sigurmark á 98. mínútu

England: Salah með tvö í endurkomu Liverpool – Sigurmark á 98. mínútu