Það sem á að vera næsti landsliðsbúningur Íslands í knattspyrnu hefur nú verið lekið á netið.
Twitter-aðgangurinn Todo Sobre Camisetas fjallar um tísku í knattspyrnuheiminum og lak fjölda landslisbúninga sem Puma er með á sínum snærum, þar á meðal þeim íslenska. Eiga treyjurnar að vera kynntar til leiks á komandi vikum.
Samkvæmt síðunni verður íslenska treyjan ljósblá með dökkblárri línu vinstra megin.
Dæmi hver fyrir sig. Myndir má sjá hér að neðan. Íslenski búningurinn er neðst til hægri.
🚨 Camisetas de selecciones nacionales Puma que serán lanzadas en las próximas semanas: Italia, Serbia (escudo nuevo), República Checa (escudo nuevo), Senegal, Marruecos, Ghana, Suiza, Costa de Marfil e Islandia.
Por ahora nada de Uruguay. pic.twitter.com/0bfw4hkVlF
— Todo Sobre Camisetas (@EleteTSC) May 23, 2022