Tveimur leikjum var að ljúka í Bestu deild kvenna í knattspyrnu rétt í þessu. Stigalausir KR-ingar tóku á móti Aftureldingu og Keflavík fékk Þrótt í heimsókn.
Markalaust var í hálfleik á Meistaravöllum en Marcella Marie Barberic hélt hún hefði komið KR-ingum yfir eftir klukkutíma leik en skot hennar var varið á marklínu. Heimakonur vildu meina að boltinn hefði farið yfir línuna en dómari leiksins var ekki á sama máli.
Það kom þó ekki að sök þar sem Marcela skoraði sigurmark KR og eina mark leiksins þremur mínútum fyrir leikslok eftir sendingu frá Ólínu. Ágústu Valdimarsdóttur og lokatölur 1-0 fyrir KR. Liðið er þó áfram á botninum með þrjú stig eftir sex leiki. Afturelding er líka með þrjú stig.
Þá var dramatík í Keflavík er Þróttarar unnu sigur í blálokin. Murphy Alexandra Agnew kom gestunum yfir eftir rúman 20 mínútna leik eftir mistök í vörn heimakvenna og staðan 1-0 í hálfleik.
Dröfn Einarsdóttir tókst að jafna fyrir Keflavík á 60. mínútu og stefndi allt í jafntefli áður en Freyja Karín Þorvarðardóttir tryggði Þrótturum sigur á síðustu mínútu leiksins. Þróttur situr nú á toppi deildarinnar með 13 stig eftir sex leiki en Valsarar og Selfyssingar eiga leiki til góða.
KR 1 – 0 Afturelding
1-0 Marcela Marie Barberic (’87)
Keflavík 1 – 2 Þróttur R.
0-1 Murphy Alexandra Agnew (’21)
1-1 Dröfn Einarsdóttir (’60)
1-2 Freyja Karín Þorvarðardóttir (’90)