Stjarnan fékk Selfoss í heimsókn í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í kvöld.
Selfyssingar komu taplausir inn í leikinn en lentu undir á 17. mínútu þegar Heiða Ragney Viðarsdóttir kom Stjörnukonum yfir. Miranda Nild jafnaði metin fyrir Selfyssinga á upphafsmínútum síðari hálfleiks þegar hún skallaði boltann í netið eftir góða fyrirgjöf frá Brennu Loveru.
Jasmín Erla Ingadóttir kom Stjörnukonum aftur í forystu á 65. mínútu og Katrín Ásbjörnsdóttir gulltryggði sigurinn þremur mínútum fyrir leikslok, lokatölur 3-1 fyrir Garðbæinga.
Selfoss er í þriðja sæti með 11 stig eftir sex leiki. Stjarnan er með stigi minna í fjórða sæti.
Stjarnan 3 – 1 Selfoss
1-0 Heiða Ragney Viðarsdóttir (’17)
1-1 Miranda Nild (’49)
2-1 Jasmín Erla Ingadóttir (’65)
3-1 Katrín Ásbjörnsdóttir (’87)