Erik ten Hag er formlega tekinn við sem knattspyrnistjóri Manchester United.
Hollendingurinn kemur frá Ajax. Hann var mættur á síðasta leik Man Utd í ensku úrvalsdeildinni í gær þar sem hann sá sína verðandi lærisveina tapa 1-0 gegn Crystal Palace.
Gary Cotterill á Sky Sports var mættur fyrir utan Selhurst Park, heimavöll Palace, eftir leik til að spjalla við ten Hag. Sá hafði þó engan áhuga á því.
Cotterill reyndi hvað hann gat að komast að stjóranum en öryggisverðir Hollendingsins ýttu honum í burtu. „Ekki ýta mér, þú ert í sjónvarpinu,“ sagði Cotterill við einn öryggisvörðinn. „Þetta lítur ekki vel út Erik, Man United er stórt félag,“ sagði hann við ten Hag.
Myndband af þessu má sjá hér að neðan.
Reporter Gary Cotterill fails once again to get any word from Erik ten Hag…
And instead starts beefing with his security! 😂😂😂
📹 @footballdaily pic.twitter.com/PBBVn0LJ8a
— Footy Accumulators (@FootyAccums) May 23, 2022