Gabriel Jesus er enn efstur á óskalista Arsenal þrátt fyrir að liðinu hafi mistekist að ná sæti í Meistaradeild Evrópu.
Jesus er á mála hjá Manchester City. Liðið varði Englandsmeistaratitil sinn í gær.
Arsenal er í framherjaleit. Pierre Emerick Aubameyang hvarf á brott í janúar og samninar þeirra Eddie Nketiah og Alexandre Lacazette eru að renna út.
Erling Braut Haaland er á leið til Man City sem mun án efa fækka mínútum Jesus.
Tottenham er einnig sagt horfa til Brasilíumannsins.
Arsenal want Gabriel Jesus as priority and nothing has changed, even after missing on Champions League spot race. More to follow in the coming days. ⤵️🇧🇷 #AFC https://t.co/QxqkRqpkZA
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 22, 2022