Paris Saint-Germain ætlar að bjóða Paul Pogba eitt loka samningstilboð áður en félagið gefst upp í baráttunni um leikmanninn.
Hinn 29 ára gamli Pogba er á förum frá Manchester United en samningur hans við enska félagið er að renna út.
Pogba hefur verið sterklega orðaður við endurkomu til Juventus, þaðan sem hann kom til Man Utd árið 2016 fyrir um 90 milljónir punda.
PSG vill hins vegar fá leikmanninn til sín og ætlar að bjóða honum laun upp á 10 milljónir punda á ári. Það gerir meira en 1,6 milljarð íslenskra króna. Daily Mail segir frá þessu.
Pogba gæti leikið sinn síðasta leik fyrir Man Utd í dag. Þá mætir liðið Crystal Palace. United þarf sigur ef liðið ætlar ekki að eiga á hættu að missa af sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð.