Samkvæmt Calciomercato á Ítalíu hefur risatilboði Arsenal í Victor Osimhen, framherja Napoli, verið hafnað af síðarnefnda félaginu.
Arsenal er í leit að framherja fyrir sumarið en Eddie Nketiah og Alexandre Lacazette virðast vera á förum. Þá hvarf Pierre Emerick Aubameyang á brott í janúar.
Tilboð Arsenal hljóðaði upp á 76 milljónir punda. Napoli vill hins vegar fá 90 milljónir punda fyrir þennan 23 ára gamla leikmann.
Samningur Osimhen við Napoli gildir til 2025 og er félagið því í sterkri stöðu í viðræðum.
Manchester United er einnig sagt hafa áhuga á framherjanum.