fbpx
Föstudagur 07.mars 2025
433Sport

Sápuópera fólks sem á alltof mikið af peningi birtist almenningi – ,,Ég átta mig ekki á hvatanum“

433
Laugardaginn 21. maí 2022 18:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rætt var um réttarhöldin milli Coleen Rooney og Rebekah Vardy í í íþróttavikunni með Benna Bó sem er á dagskrá Hringbrautar alla föstudaga. Kjartan Atli Kjartansson var gestur samt Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs.

Þeir félagar voru sammála að réttarhöldin væru sorgleg en jafnframt stórkostleg skemmtun. „Höddi er sérfræðingurinn í þessu máli. Einu fréttirnar sem ég les af þessu eru fréttirnar hans Hödda,“ sagði Kjartan léttur.

„þetta er sápuópera í beinni af fólki sem á alltof mikinn pening. Sko eftir að hafa fylgst vel með þessu þá er augljóst að Rebekah Vardy var að leka upplýsingum en ég átta mig ekki á því af hverju hún er að eltast við einhverjar milljónir.

Gæti hljómað fáránlega en þau eiga einhverja milljarða. Að nenna að vera leka í The Sun fyrir tíu þúsund pund hér og tíu þúsund pund þar er mér hulin ráðgáta. Ég átta mig ekki á hvatanum,“ sagði Hörður sem fór aðeins yfir sögulínuna í þættinum.

„Sem íþróttafréttanörd einhverskonar þá finnst mér gaman þegar koma upp mál sem hafa aldrei komið upp áður og munu aldrei koma aftur. Þetta er algjörlega einstakt mál. Að eiginkonur tveggja frábærra leikmanna og fyrrum vinkonur séu í svona,“ sagði Kjartan.

„Þegar bresku blöðin fá svona mál upp í hendurnar, þó þau séu umdeild, eru blöðin skemmtikraftar. Hvernig enskan er nýtt til að gera góðar fyrirsagnir er stórkostlegt,“ sagði Hörður.

„Það er ótrúlega fyndið því þetta er sama tungumálið á Bretlandi og Bandaríkjunum og munurinn á fjölmiðlunum hvernig þeir nota tungumálið, hvað maður sér hvað Bretinn er lúmskur að gera skemmtilegar fyrirsagnir á meðan bandaríkin er einfaldari. Oft er þetta dramatískar lýsingar og fangar svolítið þjóðarsálina.“

Nánari umræðu má sjá hér fyrir neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Dóri Árna fer yfir komu nýja mannisns – „Svo bara kemur óvænt upp að hann sé laus“

Dóri Árna fer yfir komu nýja mannisns – „Svo bara kemur óvænt upp að hann sé laus“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Alisson verðlaunaður
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hlustaðu á trylling Rikka G í beinni útsendingu Stöðvar 2

Hlustaðu á trylling Rikka G í beinni útsendingu Stöðvar 2
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Níu mánaða bann fyrir þessa ömurlegu hegðun – Myndband

Níu mánaða bann fyrir þessa ömurlegu hegðun – Myndband
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúleg tilþrif í vikunni – Er mark ársins þegar komið?

Sjáðu ótrúleg tilþrif í vikunni – Er mark ársins þegar komið?
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið: Var leikmaður Liverpool stálheppinn að sleppa í kvöld?

Sjáðu myndbandið: Var leikmaður Liverpool stálheppinn að sleppa í kvöld?
433Sport
Í gær

Áhugaverð ummæli Amorim – „Ég veit ekki hvort ég verði hér“

Áhugaverð ummæli Amorim – „Ég veit ekki hvort ég verði hér“
433Sport
Í gær

Metin féllu í ótrúlegum sigri Arsenal í gær

Metin féllu í ótrúlegum sigri Arsenal í gær
Hide picture