Phil Foden, leikmaður Manchester City, hefur verið valin besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar annað tímabilið í röð.
Foden, sem verður 22 ára gamall eftir viku, hefur skorað níu mörk og lagt upp fimm á þessari leiktíð. Hann er alltaf að verða mikilvægari þáttur í liði Pep Guardiola, stjóra Man City.