fbpx
Föstudagur 07.mars 2025
433Sport

Besta deild karla: Hádramatík er ÍBV og ÍA skildu jöfn

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 21. maí 2022 18:16

Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÍBV tók á móti ÍA í Vestmannaeyjum í dag.

Ekki var mikið um dauðafæri í fyrri hálfleik. Skagamenn fengu líklega besta færi hans en heimamenn voru þó sterkari heilt yfir. Markalaust var í leikhléi.

Á 67. mínútu fékk Elvis Bwomono í liði ÍBV að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Gestunum tókst þó engan veginn að nýta sér liðsmuninn til að keyra á Eyjamenn.

Þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fékk Jón Gísli Eyland Gíslason í liði ÍA svo sitt annað gula spjald og því orðið jafnt í liðum.

Djúpt inn í uppbótartíma fékk ÍBV vítaspyrnu. Andri Rúnar Bjarnason fór á punktinn en Árni Snær Ólafsson varði frá honum. Ótrúlega svekkjandi fyrir heimamenn.

Lokatölur urðu markalaust jafntefli.

ÍA er í áttunda sæti með sex stig eftir sjö leiki. ÍBV hefur leikið jafnmarga leiki en er í ellefta sæti með þrjú stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Dóri Árna fer yfir komu nýja mannisns – „Svo bara kemur óvænt upp að hann sé laus“

Dóri Árna fer yfir komu nýja mannisns – „Svo bara kemur óvænt upp að hann sé laus“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Alisson verðlaunaður
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hlustaðu á trylling Rikka G í beinni útsendingu Stöðvar 2

Hlustaðu á trylling Rikka G í beinni útsendingu Stöðvar 2
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Níu mánaða bann fyrir þessa ömurlegu hegðun – Myndband

Níu mánaða bann fyrir þessa ömurlegu hegðun – Myndband
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúleg tilþrif í vikunni – Er mark ársins þegar komið?

Sjáðu ótrúleg tilþrif í vikunni – Er mark ársins þegar komið?
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið: Var leikmaður Liverpool stálheppinn að sleppa í kvöld?

Sjáðu myndbandið: Var leikmaður Liverpool stálheppinn að sleppa í kvöld?
433Sport
Í gær

Áhugaverð ummæli Amorim – „Ég veit ekki hvort ég verði hér“

Áhugaverð ummæli Amorim – „Ég veit ekki hvort ég verði hér“
433Sport
Í gær

Metin féllu í ótrúlegum sigri Arsenal í gær

Metin féllu í ótrúlegum sigri Arsenal í gær