KA tók á móti Stjörnunni í Bestu deild karla í dag.
Gestirnir voru betri aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu með einu marki í leikhléi. Það gerði Ísak Andri Sigurgeirsson á 22. mínútu leiksins með frábæru skoti.
Þegar 20 mínútur lifðu leiks skoraði Emil Atlason annað mark Stjörnunnar eftir að hafa sloppið inn fyrir vörn KA.
0-2 sigur Stjörnunnar staðreynd.
Stjarnan er komin upp í þriðja sæti deildarinnar með 14 stig, tveimur stigum á eftir KA sem situr í öðru sæti.