Það er ljóst að lærisveinar Jose Mourinho í Roma munu leika í Evrópudeildinni á næstu leiktíð eftir sigur á Torino á útivelli í kvöld.
Sigurinn þýðir að Roma getur ekki endað neðar en í sjötta sæti í Serie A.
Ekkert var skorað fyrsta hálftímann í kvöld en á síðasta stundarfjórðungi fyrri hálfleiks gerði Tammy Abraham tvö mörk fyrir Roma.
Roma fékk víti þegar tæpur stundarfjórðungur lifði leiks. Lorenzo Pellegrini fór á punktinn og skoraði.
Lokatölur í Tórínó í kvöld urðu 0-3.