Hrottaleg líkamsárás átti sér stað eftir leik Nottingham Forrest og Sheffield United í gær. Nottingham tryggði sig í úrslitaleikinn um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni. Nottingham Forest mætir Huddersfield í úrslitaleik.
Að leik loknum hlupu stuðningsmenn Nottingham inn á völlinn en einn þeirra ákvað að ráðast á Billy Sharp leikmann Sheffield.
Sá aðili var handtekinn eftir leik og situr nú í haldi lögreglu. Sharp hefur svo sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins.
„Einn huglaus heimskingi ákvað að skemma magnað fótboltakvöld,“ skrifar þessi 36 ára gamli fyrirliði Sheffield og fyrrum leikmaður Nottingham.
„Ég vil óska Nottingham til hamingju með sigurinn sog sætið í úrslitum. Sem fyrrum leikmaður félagsins mun ég ekki láta þetta atvik eyðileggja virðingu mína fyrir félaginu.“
„Ég er stoltur af því að vera fyrirliði liðsins, við gáfum allt í þetta. Við komum aftur og gerum okkar besta. Takk fyrir skilaboðin og stuðninginn eftir atvikið.“
Forest fan headbutts Sheffield United’s billy sharp pic.twitter.com/vQ98GP4YNu
— Football Fights (@footbalIfights) May 17, 2022