fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025
433Sport

Nær enginn varð eftir til að kveðja – Stuðningsmenn harkalega gagnrýndir

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 18. maí 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Southampton tók á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Heimamenn byrjuðu betur og komust yfir á 13. mínútu þegar Nathan Redmond skoraði glæsilegt mark.

Fyrrum leikmaður Southampton, Takumi Minamino, jafnaði fyrir Liverpool stundarfjórðungi síðar eftir undirbúning Joe Gomez og Diogo Jota. Liverpool var betri aðilinn í seinni hálfleik og vann sigurmarkið um hann miðjan. Þar var að verki Joel Matip. Lokatölur 1-2.

Úrslitin þýða að Southampton er í fimmtánda sæti deildarinnar með 40 stig fyrir lokaumferðina á sunnudag.

Um síðasta heimaleik tímabilsins var að ræða hjá Southampton og eins og venjan er gengu leikmenn hring um völlinn ásamt fjölskyldum sínum í leikslok til að þakka stuðningsmönnum fyrir leiktíðina sem er að ljúka.

Hins vegar var það svo að flestir stuðningsmenn fóru um leið og lokaflautið gall og voru því fáir eftir til að þakka þegar leikmenn Southampton gengu hringinn.

Stuðningsmenn liðsins hafa verið gagnrýndir fyrir að gera ekki betur en þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir að eitt stórt nafn muni fara frá Arsenal í sumar

Segir að eitt stórt nafn muni fara frá Arsenal í sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu skelfileg mistök fyrrum leikmanns United í gær

Sjáðu skelfileg mistök fyrrum leikmanns United í gær
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Var leikmaður Liverpool stálheppinn að sleppa í kvöld?

Sjáðu myndbandið: Var leikmaður Liverpool stálheppinn að sleppa í kvöld?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Allt í uppnámi í Kaupmannahöfn – „Endurspegla ekki okkar gildi“

Allt í uppnámi í Kaupmannahöfn – „Endurspegla ekki okkar gildi“
433Sport
Í gær

Ræddu fyllerí helgarinnar í beinni útsendingu – „Fólk hefur bara áhuga á neikvæðum fréttum“

Ræddu fyllerí helgarinnar í beinni útsendingu – „Fólk hefur bara áhuga á neikvæðum fréttum“
433Sport
Í gær

Samherji Hákons með athyglisverða hegðun í gær – Kyssti andstæðing sinn sem var pirraður

Samherji Hákons með athyglisverða hegðun í gær – Kyssti andstæðing sinn sem var pirraður