Þingkonan Helga Vala Helgadóttir mætti í pontu á Alþingi í dag klædd Valsbol. Gerir hún þetta í tilefni af oddaleik Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld.
Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR í knattspyrnu, var allt annað en hrifinn af þessu athæfi, enda KR og Valur erkifjendur. „Það er eitt að vera á sokkunum en þetta er mesta vanvirðing í garð Alþingis sem ég hef séð #taxpayersmoney,“ skrifaði framherjinn á Twitter.
Það er eitt að vera á sokkunum en þetta er mesta vanvirðing í garð alþingis sem að ég hef séð.. #taxpayersmoneyhttps://t.co/pz8LVXJq00
— Kjartan Henry Finnbogason (@kjahfin) May 18, 2022
Vísar fyrri hluti tístsins væntanlega til þess þegar Ásmundur Friðriksson sagði Björn Leví Gunnarsson sína Alþingi vanvirðingu með því að ganga skólaus um sal þess fyrir nokkrum árum síðan.
Leikur Vals og Tindastóls hefst klukkan 20:15 í kvöld en hans er beðið með mikilli eftirvæntingu.