fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025
433Sport

Garðar Örn ráðleggur Þórði að slaka á – „Ég sjálfur fór of hratt upp“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 18. maí 2022 12:58

Garðar Örn faðmar hér Gillz í frægu viðtali. ©365 / Arnþór Birkisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Þorsteinn Þórðarson fyrrum knattspyrnumaður var í áhugaverðu viðtali við Fótbolta.net í vikunni þar sem hann segir frá draumum sínum í dómgæslu.

Þórður að byrjaður að flauta á fullu í neðri deildum og í yngri flokkum. Einn reyndasti dómari í sögu Íslands, Garðar Örn Hinriksson skrifar undir viðtalið við Þórð að hann þurfi að hægja á sér.

Þórður talar um draum sinn að komast upp í efstu deild á næsta ári og í kjölfarið verða FIFA dómari.

„Það er í góðu að hafa trú á sjálfum sér en þú hefur elsku vinur ekkert að gera í efstu deild á næsta ári. Þú segir, „Í dag má ég dæma í 3. og 4. deild karla og Lengjudeild kvenna ásamt 2. flokki karla.“ Heldur þú virkilega að þetta sé svona auðvelt og að KSÍ hendi þér beint út í djúpu laugina?,“ skrifar Garðar undir frétt Fótbolta.net.

Garðar Örn ráðleggur Þórði að slaka aðeinss á áður en hann fer að leyfa sér að dreyma um stærsta svið fótboltans. „

„Slakaðu aðeins á. Dæmdu eins mikið af leikjum og þú getur í þeim flokkum og deildum sem þú mátt dæma í. Náðu þér í reynslu. Hún verður ekki komin fyrir lok næsta tímabils. Má vera að þú sért frábær dómari en þetta snýst ekki um það.“

Garðar segir að reynsla sé allt í dómgæslu. „Þetta snýst um reynslu og hana færðu ekki bara á því að vera fyrrum leikmaður og að dæma í 3. deild karla. Ég sjálfur fór of hratt upp. Ég áttaði mig á því síðar. Ég fór upp í efstu deild á mjög skömmum tíma og það á við um fleiri dómara. Reynsla, reynsla, reynsla…. Annars óska ég þér alls hins besta. Góðir hlutir gerast hægt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir að eitt stórt nafn muni fara frá Arsenal í sumar

Segir að eitt stórt nafn muni fara frá Arsenal í sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu skelfileg mistök fyrrum leikmanns United í gær

Sjáðu skelfileg mistök fyrrum leikmanns United í gær
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Var leikmaður Liverpool stálheppinn að sleppa í kvöld?

Sjáðu myndbandið: Var leikmaður Liverpool stálheppinn að sleppa í kvöld?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Allt í uppnámi í Kaupmannahöfn – „Endurspegla ekki okkar gildi“

Allt í uppnámi í Kaupmannahöfn – „Endurspegla ekki okkar gildi“
433Sport
Í gær

Ræddu fyllerí helgarinnar í beinni útsendingu – „Fólk hefur bara áhuga á neikvæðum fréttum“

Ræddu fyllerí helgarinnar í beinni útsendingu – „Fólk hefur bara áhuga á neikvæðum fréttum“
433Sport
Í gær

Samherji Hákons með athyglisverða hegðun í gær – Kyssti andstæðing sinn sem var pirraður

Samherji Hákons með athyglisverða hegðun í gær – Kyssti andstæðing sinn sem var pirraður