fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025
433Sport

Evrópudeildin: Frankfturt meistari eftir vítaspyrnukeppni – Ramsey skúrkurinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 18. maí 2022 21:59

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frankfurt og Rangers mættust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Sevilla í kvöld.

Fyrri hálfleikur var fremur braðgdaufur og var markalaust þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Á 57. mínútu kom Joe Aribo Rangers yfir. Hann slapp þá í gegn eftir að varnarmaður Frankfurt hafði dottið og setti boltann í netið.

Á 69. mínútu jafnaði Rafael Santos Borre metin fyrir Frankfurt. Hann setti boltann í netið eftir fyrirgjöf Filip Kostic.

Frankfurt fékk betri færin það sem eftir lifði venjulegs leiktíma en meira var ekki skorað í honum. Því var farið í framlengingu.

Þar tókst hvorugu liðinu að skora og því var gripið til vítaspyrnukeppni.

Í henni var Aaron Ramsey, leikmaður Rangers, sá eini sem klikkaði á spyrnu og er Frankfurt því meistari.

Ásamt því að vinna þennan eftirsótta titil er Frankfurt, sem hafnaði í ellefta sæti þýsku Bundesligunnar, komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fyrir næstu leiktíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir að eitt stórt nafn muni fara frá Arsenal í sumar

Segir að eitt stórt nafn muni fara frá Arsenal í sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu skelfileg mistök fyrrum leikmanns United í gær

Sjáðu skelfileg mistök fyrrum leikmanns United í gær
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Var leikmaður Liverpool stálheppinn að sleppa í kvöld?

Sjáðu myndbandið: Var leikmaður Liverpool stálheppinn að sleppa í kvöld?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Allt í uppnámi í Kaupmannahöfn – „Endurspegla ekki okkar gildi“

Allt í uppnámi í Kaupmannahöfn – „Endurspegla ekki okkar gildi“
433Sport
Í gær

Ræddu fyllerí helgarinnar í beinni útsendingu – „Fólk hefur bara áhuga á neikvæðum fréttum“

Ræddu fyllerí helgarinnar í beinni útsendingu – „Fólk hefur bara áhuga á neikvæðum fréttum“
433Sport
Í gær

Samherji Hákons með athyglisverða hegðun í gær – Kyssti andstæðing sinn sem var pirraður

Samherji Hákons með athyglisverða hegðun í gær – Kyssti andstæðing sinn sem var pirraður