fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
433Sport

Sara Björk fer frá Lyon í sumar

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 16. maí 2022 22:05

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, fer frá Lyon þegar samningur hennar rennur út í sumar. Þetta staðfesti hún í samtali við mbl.is í kvöld.

Lyon er með fimm stiga forskot á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir og leikur til úrslita í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið mætir ríkjandi meisturum Barcelona næsta laugardag.

Sara Björk gekk til liðs við Lyon árið 2020 og varð Frakklands- og Evrópumeistari á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Hún er leikjahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi og hefur skorað 22 mörk í 136 leikjum fyrir Íslands hönd.

Já, þetta er ákveðið mál, ég fer frá Lyon eft­ir tíma­bilið, og eins og staðan er í dag er margt sem kem­ur til greina,“ sagði Sara Björk í samtali við mbl.is í kvöld.

Hún sneri til baka úr barnaeignafríi þann 18. mars síðastliðinn er hún kom inn á sem varamaður í 3-0 sigri Lyon gegn Dijon en hún hafði þá ekki spilað með liðinu í rúmt ár.

Sara Björk var kosin íþróttamaður ársins árið 2018 og aftur árið 2020 og er eina konan sem hefur hlotið nafnbótina í tvígang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sölvi og Guðmar til reynslu hjá Ronaldo

Sölvi og Guðmar til reynslu hjá Ronaldo
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vilja Hojlund en United myndi tapa gríðarlega á viðskiptunum

Vilja Hojlund en United myndi tapa gríðarlega á viðskiptunum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lineker leggur til hagstæða lausn á vandamálum Arsenal

Lineker leggur til hagstæða lausn á vandamálum Arsenal
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Guardiola segir nauðsynlegt að City kaupi fleiri leikmenn

Guardiola segir nauðsynlegt að City kaupi fleiri leikmenn