Fimmti dagurinn í dómssal í meiðyrðamáli Rebekuh Vardy gegn Coleen Rooney hófst í dag þar sem að Rooney tók sér aftur sæti í vitnastúkunni og neyddist til þess að opna sig um vandamál sem hafa komið upp í hjónabandi sínu og Wayne Rooney, fyrrum leikmanni Manchester United og knattspyrnustjóra Derby County.
Hugh Tomlinson, verjandi Vardy rifjaði upp mál þar sem að Wayne Rooney á að hafa verið ótrúr Coleen með ljóshærðri konu sem vann sem barþjónn. Wayne á að hafa verið á tíu klukkustunda bender á þessum tíma og Tomlinson spurði Coleen beint út hvort eitthvað væri að marka þessar fréttir.
,,Það hafa komið upp nokkrar óheppilegar aðstæður sem hafa allar ratað í blöðin. Við höfum tekist á við þær sem par, sem fjölskylda,“ sagði Coleen í vitnastúkunni í morgun.
Hún furðar sig á hegðun Vardy í tengslum við þessar aðstæður. ,,Mér líður eins og hún hafi sent mér fleiri skilaboð þegar að upp komu krefjandi aðstæður í tengslum við fjölskyldu mína. Þegar að þau mál rötuðu í fréttirnar hafi hún reynt að fiska meira eftir upplýsingum frá mér.“