Liverpool leiður kapphlaupið um Jobe Bellingham, yngri bróður Jude Bellingham, leikmanns Borussia Dortmund. Jobe er 16 ára gamall og leikur með Birmingham City eins og eldri bróðir hans gerði áður en hann flutti sig yfir til Þýskalands.
Jobe þykir mjög efnilegur og er eftirsóttur af nokkrum liðum í ensku úrvalsdeildinni. Jobe hefur verið boðinn samningur hjá Birmingham en er frjálst að semja við önnur félög frá og með næstu leiktíð.
Jobe getur spilað margar stöður á vellinum, meðal annars vinstri kant og sem framherji. Hann lék þrjá leiki fyrir Birmingham á leiktíðinni og hefur þar að auki spilað með yngri landsliðum Englands.