Fimm leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Það dró til tíðinda að Man City gerði jafntefli gegn West Ham í Lundúnum.
West Ham leiddi óvænt 2-0 í hálfleik eftir tvö glæsileg mörk frá Jarod Bowen. Jack Grealish minnkaði muninn á 49. mínútu áður en Vladimir Coufal setti boltann í eigið net tæpum 20 mínútum fyrir leikslok og staðan jöfn.
City fékk svo dæmda vítaspyrnu fjórum mínútum fyrir leikslok. Riyad Mahrez fór á punktinn en Fabianski varði frá honum og lokatölur 2-2.
Leeds tókst að bjarga lífsnauðsynlegu stigi í fallbaráttunni eftir 1-1 jafntefli gegn Brighton á heimavelli. Danny Welbeck kom Brighton yfir á 21. mínútu en Pascal Struijk jafnaði fyrir heimamenn með skalla í uppbótartíma. Leeds er í 17. sæti með 35 stig, einu stigi meira en Burnley en Burnley á leik til góða á Leeds.
Leicester gekk frá Watford eftir að hafa lent undir í upphafi leiks. Jamie Vardy og Harvey Barnes skoruðu tvö mörk hvor í 5-1 útsigri.
Aston Villa og Crystal Palace gerðu 1-1 jafntefli. Ollie Watkins kom Villa yfir en Jeffrey Schlupp jafnaði fyri Palace tólf mínútum fyrir leikslok.
Þá gerðu Wolves og Norwich einnig 1-1 jafntefli. Teemu Pukki kom gestunum í Norwich yfir áður en Rayan Aït Nouri skoraði jöfnunarmark Wolves þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik.
West Ham 2 – 2 Man City
1-0 Jarod Bowen (’24)
2-0 Jarod Bowen (’45)
2-1 Jack Grealish (’49)
2-2 Vladimir Coufal (’69, sjálfsmark)
Aston Villa 1 – 1 Crystal Palace
1-0 Ollie Watkins (’69)
1-1 Jeffrey Schlupp (’82)
Leeds 1 – 1 Brighton
0-1 Danny Welbeck (’21
1-1 Pascal Struijk (’90+2)
Watford 1 – 5 Leicester
1-0 Joao Pedro (‘6)
1-1 James Maddison (’18)
1-2 Jamie Vardy (’22)
1-3 Harvey Barnes (’46)
1-4 Jamie Vardy (’70)
1-5 Harvey Barnes (’86)
Wolves 1 – 1 Norwich
0-1 Teemu Pukki (’37)
1-1 Rayan Aït Nouri (’55)