Hálfgerð kveðjustund var haldin á Signal Iduna Park, heimavelli þýska knattspyrnufélagsins Borussia Dortmund í dag.
Erling Haaland kvaddi stuðningsmenn Dortmund fyrir leik liðsins gegn Hertha Berlin í síðasta leik Norðmannsins fyrir félagið en hann samdi við Manchester City á dögunum. Haaland skilur við Dortmund með 85 mörk í 88 leikjum.
Fjölmargir aðrir leikmenn eru á förum frá Dortmund í sumar, þar á meðal Marcel Schmelzer, Axel Witsel, Roman Burki, Dan-Axel Zagadou og Marvin Hitz.
Erling Haaland wanted this farewell day with Borussia Dortmund fans at their stadium… and that’s why the deal with Manchester City has been made official this week. 🟡⚫️ #BVBpic.twitter.com/NXctNMdCaW
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 14, 2022
Schmelzer hefur varið öllum sínum knattspyrnuferli hjá Dortmund og sást tárast er hann veifaði stuðningsmönnum félagsins fyrir leikinn í dag.
Michael Zorc, yfirmaður knattspyrnumála og goðsögn hjá félaginu, var líka vel fagnað af stuðningsmönnum. Zorc hefur verið hjá Dortmund frá árinu 1981, fyrst sem leikmaður, en síðar gegndi hann starfi þjálfara og yfirmanni knattspyrnumála.
Zorc fékk Ilkay Gundogan, Henrikh Mkhitaryan, Pierre-Emerick Aubameyang, Ousmane Dembele, Jadon Sancho og Haaland til Dortmund fyrir 86.8 milljónar evra samanlagt áður en þeir voru seldir fyrir rúmlega 431 milljónir evra.