Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í kvöld.
HK tók á móti Fjölni og vann góðan sigur. María Lena Ásgeirsdóttir kom HK yfir snemma leiks en skömmu síðar jafnaði Sara Montoro fyrir gestina. Hún var aftur á ferðinni eftir tíu mínútur í seinni hálfleik með annað mark sitt. María Lena jafnaði aftur fyrir HK og Ísabella Eva Aradóttir kom þeim yfir að nýju. Arna Sól Sævarsdóttir gulltryggði svo 4-2 sigur HK seint í leiknum.
FH vann þá Víking á heimavelli sínum. Shaina Faiena Ashouri og Kristin Schnurr komu heimakonum í 2-0 áður en Tara Jónsdóttir minnkaði muninn fyrir Víkinga. Shaina kom FH svo í 3-1 að nýju. Christabel Oduro átti eftir að minnka muninn fyrir gestina. Lokatölur 3-2.
Tindastóll heimsótti þá Fylki þar sem Arna Kristjándsóttir gerði eina mark leiksins í 0-1 sigri gestanna.
Loks vann Grindavík 2-0 sigur á heimavelli gegn Haukum þar sem Mimi Eiden og Tinna Hrönn Einarsdóttir gerðu mörkin.