Ensk blöð fjalla um það í dag að mjög ólíklegt sé að Liverpool framlengi samninga við alla þrjá sóknarmenn félagsins sem verða samningslausir sumarið 2023.
Mohamed Salah, Sadio Mane og Roberto Firmino verða allir samningslausir sumarið 2023 en fjallað er um að mjög ólíklegt sé að Liverpool gefi öllum þremur nýjan samning.
Jurgen Klopp stjóri Liverpool er sagður vilja ólmur halda í Mane sem er sagður skoða kosti sína.
Mo Salah hefur lengi átt í viðræðum við Liveprool um nýjan samning en hann er með launakröfur sem Liverpool sættir sig ekki við.
Roberto Firmino er ekki lengur sá lykilmaður sem hann var og gæti verið sá sem fórnað verður. Liverpool þarf að skoða stöðuna á næstu vikum en félagið vill ekki fara inn í næsta tímabil með þá hættu að allir þrír labbi frítt frá borði.