Íslenska landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir skrifaði í dag undir nýjan samning við þýska knattspyrnufélagið Wolfsburg. Samningurinn gildir til ársins 2025.
Sveindís varð þýskur meistari með félaginu á dögunum og hefur staðið sig með miklum sóma síðan hún kom aftur til liðsins í janúar eftir að hafa verið í láni hjá Kristianstad í Svíþjóð.
Bis 2⃣0⃣2⃣5⃣! Sveindis Jonsdottir hat ihren Vertrag bei den Wölfinnen vorzeitig verlängert! 🎉
Sveindis, wir freuen uns so sehr, dass dich bei uns so wohlfühlst! 😍💚
➡ https://t.co/lg5Y7jiqRQ#VfLWolfsburg pic.twitter.com/I9AfVCWJdq
— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) May 10, 2022
Sveindís lék átta leiki með Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni í ár og skoraði þrjú mörk og lagði upp þrjú. Þá byrjaði hún báða leikina er Wolfsburg datt úr leik gegn ríkjandi meisturum Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.