Jurgen Klopp stjóri Liverpool hefur tekið ákvörðun um að uppfæra bílaflota sinn og er hættur að keyra um götur Liverpool á Opel.
Klopp er með samning við Opel og hefur því fengið frí ökutæki frá þeim, hann hefur nú ákveðið að uppfæra bílinn.
Klopp hefur fest kaup á Bentley bíl sem kostar 150 þúsund pund en gamli Opel bíll hans kostaði 25 þúsund pund.
Nýi bíllinn er því 20 milljónum krónum dýrari en sá gamli en Klopp var að skrifa undir nýjan og lengri samning við Liverpool
Bílana má sjá hér að neðan.