Lærisveinar Steven Gerrard í Aston Villa tóku á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikið var á Villa Park.
Leikurinn byrjaði með látum þegar Douglas Luiz kom Villa mönnum yfir eftir aðeins þrjár mínútur. Joel Matip jafnaði metin fyrir Liverpool þremur mínútum síðar eftir vandræðagang í vörn heimamanna og staðan 1-1 eftir sex mínútna leik.
Fyrri hálfleikurinn var fjörugur og sótt var á báða bóga en hvorugu liði tókst að bæta við marki og staðan jöfn í leikhléi.
Sadio Mane skoraði sigurmark Liverpool á 65. mínútu þegar Senegalinn skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Luis Diaz og lokatölur 2-1 fyrir gestina.
Liverpol jafnaði þar með Man City að stigum en bæði lið eru með 86 stig en City á þrjá leiki eftir af tímabilinu en Liverpool tvo. City mætir Wolves á útivelli annað kvöld.
Aston Villa 1 – 2 Liverpool
1-0 Douglas Luiz (‘3)
1-1 Joel Matip (‘6)
1-2 Sadio Mane (’65)