fbpx
Þriðjudagur 04.mars 2025
433Sport

Ræningjarnir hótuðu að búta parið í sundur – Notuðu hníf og hafnaboltakylfu

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 9. maí 2022 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grímuklæddir þjófar brutust inn á heimili Tahith Chong, á dögunum á meðan hann var sofandi. Leikmaðurinn er í eigu Manchester United en er nú á láni hjá Birmingham.

Þjófarnir ógnuðu Chong með hníf og stálu eignum að verðmæti þúsunda punda. Þar á meðal skartgripum, úrum og töskum. Þjófarnir gerðu mikið grín að lélegu öryggiskerfi Chong á meðan ránið átti sér stað.

Þetta er fimmta innbrotið sem á sér stað hjá leikmönnum á Manchester svæðinu frá jólum. Unnusta Chong hefur nú opnað sig um þessa lífsreynslu.

„Ég hélt ég væri að vakna upp við martröð, ég skalf öll. Eftir nokkrar mínútur áttaði ég mig á því að þetta væri að gerast,“ segir Rianna Taylor.

„Einn þeirra hótaði okkur með stórum hníf, annar reif í ökkla Tahith og reif hann úr rúminu. Sá þriðji reif upp hafnaboltakylfu sem hann veifaði við andlit okkar. Hann öskraði og vildi fá úrin okkar.“

„Þeir hótuðu að búta okkur í sundur ef við myndum ekki segja þeim hvar úrin væru. Þeir tóku símana okkur, þeir tóku Rolex úrið mitt og Louis Vuitton töskuna.“

Taylor segist ekki sofa eftir atvikið. „Ég hef ekki sofið vel eftir atvikið, ég verð að hafa kveikt ljós til að sofna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Samanburður eftir gærdaginn – Ungi strákurinn gerði í raun lítið úr Hojlund

Samanburður eftir gærdaginn – Ungi strákurinn gerði í raun lítið úr Hojlund
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fékk óvænta hátíð á vellinum eftir sinn fyrsta leik í Bandaríkjunum

Fékk óvænta hátíð á vellinum eftir sinn fyrsta leik í Bandaríkjunum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gula spjaldið hættir á X-inu

Gula spjaldið hættir á X-inu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sæbjörn segir Aron vera eins og tonn á Hlíðarenda – „Það er að reynast ein versta ákvörðun síðari ára“

Sæbjörn segir Aron vera eins og tonn á Hlíðarenda – „Það er að reynast ein versta ákvörðun síðari ára“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim segir tvíeykið sem kom frá Arsenal klárt í slaginn

Amorim segir tvíeykið sem kom frá Arsenal klárt í slaginn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mikael ómyrkur í máli – „Eftir hverju eru menn að bíða?“

Mikael ómyrkur í máli – „Eftir hverju eru menn að bíða?“
433Sport
Í gær

Gefið í skyn að Börsungar gætu selt hann fyrir rétt verð – Þrjú ensk stórlið fylgjast með

Gefið í skyn að Börsungar gætu selt hann fyrir rétt verð – Þrjú ensk stórlið fylgjast með
433Sport
Í gær

Þessi leikmaður United fékk sérlega harkalega meðferð á meðal stuðningsmanna í gær

Þessi leikmaður United fékk sérlega harkalega meðferð á meðal stuðningsmanna í gær