fbpx
Þriðjudagur 04.mars 2025
433Sport

Besta deild kvenna: Íslandsmeistararnir gengu frá Keflavík í seinni hálfleik – Blikar unnu Stjörnuna

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 9. maí 2022 22:07

Frá leik Þróttar í fyrra. Frettablaðið / Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslandsmeistarar Vals fengu Keflvíkinga í heimsókn í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Leiknum lauk með 3-0 sigri Valskvenna en öll mörkin komu í síðari hálfleik.

Elísa Viðarsdóttir braut ísinn á 56. mínútu eftir þríhyrningaspil við Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttur og Ída Marín Hermannsdóttir tvöfaldaði forystu Valskvenna fimm mínútum síðar eftir aðra stoðsendingu frá Þórdísi.

Elín Metta Jensen gerði endanlega út um leikinn með marki á 70. mínútu og lokatölur 3-0. Bæði lið eru með sex stig eftir þrjár umferðir.

Valur 3 – 0 Keflavík
1-0 Elísa Viðarsdóttir (’56)
2-0 Ída Marín Hermannsdóttir (’61)
3-0 Elín Metta Jensen (’70)

Selfyssingar fengu Þrótt R. í heimsókn. Andrea Rut Bjarnadóttir náði forystunni fyrir gestina strax á fyrstu mínútu en Brenna Lovera jafnaði metin fyrir Selfoss á 66. mínútu eftir sendingu frá Barbáru Sól Gísladóttur og þar við sat og lokatölur 1-1 jafntefli. Selfoss er með sjö stig eftir þrjár umferðir en Þróttur R. er með fjögur stig.

Selfoss 1 – 1 Þróttur R.
0-1 Andrea Rut Bjarnadóttir (‘1)
1-1 Brenna Lovera (’66)

Þá tók Breiðablik á móti Stjörnukonum í Kópavoginum í síðasta leik kvöldsins í Bestu deild kvenna. Leiknum lauk með 3-0 sigri Blika.

Melina Ayres slapp inn fyrir vörn gestanna á 42. mínútu og afgreiddi boltann snyrtilega í netið og staðan 1-0 í leikhléi. Birta Georgsdóttir kom Blikum í 2-0 með glæsilegu marki á 51. mínútu. Blikar fengu svo dæmda vítaspyrnu á 63. mínútu. Ayres fór á punktinn og skoraði annað mark sitt í leiknum og þriðja mark Blika, lokatölur 3-0.

Breiðablik jafnaði sig á tapinu gegn Keflavík í síðustu umferð með sannfærandi sigri í kvöld en liðið er með sex stig eftir þrjá leiki. Stjarnan er með fjögur stig.

Breiðablik 3 – 0 Stjarnan
1-0 Melina Ayres (’42)
2-0 Birta Georgsdóttir (’51)
3-0 Melina Ayres (’63, víti)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Samanburður eftir gærdaginn – Ungi strákurinn gerði í raun lítið úr Hojlund

Samanburður eftir gærdaginn – Ungi strákurinn gerði í raun lítið úr Hojlund
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fékk óvænta hátíð á vellinum eftir sinn fyrsta leik í Bandaríkjunum

Fékk óvænta hátíð á vellinum eftir sinn fyrsta leik í Bandaríkjunum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gula spjaldið hættir á X-inu

Gula spjaldið hættir á X-inu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sæbjörn segir Aron vera eins og tonn á Hlíðarenda – „Það er að reynast ein versta ákvörðun síðari ára“

Sæbjörn segir Aron vera eins og tonn á Hlíðarenda – „Það er að reynast ein versta ákvörðun síðari ára“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim segir tvíeykið sem kom frá Arsenal klárt í slaginn

Amorim segir tvíeykið sem kom frá Arsenal klárt í slaginn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mikael ómyrkur í máli – „Eftir hverju eru menn að bíða?“

Mikael ómyrkur í máli – „Eftir hverju eru menn að bíða?“
433Sport
Í gær

Gefið í skyn að Börsungar gætu selt hann fyrir rétt verð – Þrjú ensk stórlið fylgjast með

Gefið í skyn að Börsungar gætu selt hann fyrir rétt verð – Þrjú ensk stórlið fylgjast með
433Sport
Í gær

Þessi leikmaður United fékk sérlega harkalega meðferð á meðal stuðningsmanna í gær

Þessi leikmaður United fékk sérlega harkalega meðferð á meðal stuðningsmanna í gær