Það er ljóst að Antonio Rudiger mun yfirgefa Chelsea í sumar. Hann er á leið til Real Madrid.
Þjóðverjinn hefur verið á mála hjá Chelsea frá árinu 2017 en samningur hans rennur út í sumar.
Thomas Tuchel leitar, stjóri Chelsea, því að arftaka Rudiger. Hann gæti fundið hann á Ítalíu þar sem football.london greinir frá því að Chelsea hafi áhuga á Bremer, miðverði Torino.
Bremer er 25 ára gamall. Hann er vanur því að leika vinstra megin í þriggja miðvarða kerfi og gæti því passað vel inn í kerfi Tuchel hjá Chelsea.
Torino er í tíunda sæti Serie A og getur því ekki boðið Bremer upp á fótbolta í Evrópukeppni, eitthvað sem Chelsea gæti auðvitað gert.