fbpx
Þriðjudagur 04.mars 2025
433Sport

„Þetta eru ekki úrslitin sem ég vildi en þetta er frammistaðan sem ég vildi“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 7. maí 2022 21:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp var fremur brattur eftir leikinn gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þrátt fyrir að hafa misstigið sig í toppbaráttunni.

Leiknum í kvöld lauk 1-1. Liverpool er með jafnmörg stig og Manchester City á toppi deidlarinnar. Síðarnefnda liðið á þó leik til góða.

„Ég er mjög ánægður með frammistöðuna og baráttuandann sem við sýndum á móti frábærum andstæðingi,“ sagði Klopp.

Hann var ánægður með viðbrögð leikmanna eftir að þeir lentu undir með marki Heung-Min Son á 56. mínútu. Luis Diaz jafnaði leikinn fyrir Liverpool þegar stundarfjórðungur lifði leiks. „Við þurftum að vera rólegir og auka pressuna. Það var mjög erfitt en við gerðum það. Þetta eru ekki úrslitin sem ég vildi en þetta er frammistaðan sem ég vildi.“

„Það er svo erfitt að spila á móti liði í heimsklassa og er með heimsklassa stjóra. Þeir fengu viku til að undirbúa leikinn en við spilum á þriggja daga fresti.“

„Það var alltaf að fara að koma svona leikur. Það eru fleiri leikir eftir.“

Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Klopp eftir leik í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Breiðablik staðfestir komu Tobias Thomsen

Breiðablik staðfestir komu Tobias Thomsen
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Amorim segir tvíeykið sem kom frá Arsenal klárt í slaginn

Amorim segir tvíeykið sem kom frá Arsenal klárt í slaginn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Liverpool ætlar að styrkja þessa stöðu og leikmaður spútnikliðsins er efstur á blaði

Liverpool ætlar að styrkja þessa stöðu og leikmaður spútnikliðsins er efstur á blaði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gefið í skyn að Börsungar gætu selt hann fyrir rétt verð – Þrjú ensk stórlið fylgjast með

Gefið í skyn að Börsungar gætu selt hann fyrir rétt verð – Þrjú ensk stórlið fylgjast með
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vandræðagemsinn stelur fyrirsögnunum enn á ný: „Kvaddi fjölskylduna, fór út á lífið með tveimur stelpum og eyddi milljón“

Vandræðagemsinn stelur fyrirsögnunum enn á ný: „Kvaddi fjölskylduna, fór út á lífið með tveimur stelpum og eyddi milljón“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Albert heyrði áhugaverða sögu frá Hlíðarenda – „Búin að vera að pikka í hann“

Albert heyrði áhugaverða sögu frá Hlíðarenda – „Búin að vera að pikka í hann“
433Sport
Í gær

Manchester City sagði nei við Chelsea

Manchester City sagði nei við Chelsea
433Sport
Í gær

Fluttur á sjúkrahús eftir óhugnanlegt atvik – ,,Leyfið honum að deyja“

Fluttur á sjúkrahús eftir óhugnanlegt atvik – ,,Leyfið honum að deyja“