Manchester United heimsótti Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag og steinlá.
Moises Caicedo sá til þess að heimamenn leiddu 1-0 í hálfleik. Forystan hefði þó getað verið stærri þegar liðin gengu til búningsklefa.
Á fyrsta stundarfjórðungi seinni hálfleiks gekk Brighton þó gjörsamlega frá gestunum. Marc Cucurella kom þeim í 2-0 á 49. mínútu. Á 58. mínútu skoraði Pascal Gross þriðja markið og örskömmu gerði Leandro Trossard það fjórða. Lokatölur urðu afar sannfærandi 4-0 sigur Brighton.
Það mátti sjá Cristiano Ronaldo brosa á tímapunkti í leiknum og vakti það athygli.
Ronaldo can't believe this Man United performance 😅 pic.twitter.com/Xv2YJZYQen
— ESPN FC (@ESPNFC) May 7, 2022
Portúgalinn á ár eftir af samningi sínum við Man Utd og hafa verið vangaveltur með framtíð hans. Erik ten Hag tekur við stjórn liðsins í sumar. Endurbygging er í kortunum.
Verði Ronaldo áfram hjá Man Utd á næstu leiktíð verður það í fyrsta sinn í 20 ár sem hann spilar ekki í Meistaradeild Evrópu. Liðið á ekki lengur tölfræðilegan möguleika á að komast í keppnina.
Cristiano Ronaldo will miss out on the Champions League for the first time in 20 years if he stays at Manchester United next season 🤕 pic.twitter.com/GtYh4V0Mly
— GOAL (@goal) May 7, 2022