Ensku B-deildinni er lokið en síðasta umferðin var leikin í dag.
Fulham og Bournemouth höfðu þegar tryggt sér sæti í efstu deild. Bournemouth vann 1-0 sigur á Millwall en Fulham fékk 4-0 skell gegn Sheffield United. Síðastnefnda liðið tryggði sér einmitt fimmta sæti og þar með sæti í umspili um sæti í efstu deild með sigrinum.
Luton fylgir Sheffield í umspilið eftir að hafa unnið 1-0 sigur á Reading í dag. Middlesbrough, Blackburn og Millwall sitja eftir.
Huddersfield og Nottingham Forest höfðu þegar tryggt sér sæti í umspili fyrir leiki dagsins. Huddersfield mætir þar Luton og Forest mætir Sheffield.
Þá var ljóst fyrir leiki dagsins að Peterborough, Derby og Barnsley færu niður um deild.
Það helsta úr Championship-deildinni
Upp í úrvalsdeild: Fulham og Bournemouth
Í umspil: Huddersfield, Nottingham Forest, Sheffield United og Luton
Falla: Peterborough, Derby og Barnsley.