fbpx
Þriðjudagur 04.mars 2025
433Sport

Lengjudeildin: Willard hetja Þórsara – Öruggt hjá Fjölni

Helga Jónsdóttir
Föstudaginn 6. maí 2022 21:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum er lokið í 1. umferð Lengjudeildar karla í kvöld. Þór vann góðan sigur á Kórdrengjum, Fjölnir sigraði Þrótt Vogum örugglega og Afturelding og Grindavík skildu jöfn.

Þór Akureyri tók á móti Kórdrengjum klukkan 18:00 í dag. Jafnræði var á milli liðanna í leiknum og lítið var um opin færi.

Harley Willard reyndist hetja leiksins en hann skoraði sigurmarkið á 88. mínútu og tryggði Þórsurum stigin þrjú.

Þór 1 – 0 Kórdrengir
1-0 Harley Willard (´88)

Þróttur Vogum tók á móti Fjölni á Vogaídýfuvellinum. Markalaust var þegar flautað var til hálfleiks og var lítið um fína drætti í fyrri hálfleiknum.

Fjölnir gerði út um leikinn á tíu mínútna kafla í seinni hálfleik, Hákon Ingi Jónsson kom gestunum yfir á 53. mínútu og fimm mínútum síðar tvöfaldaði Viktor Hafþórsson forystuna. Reynir Haraldsson batt endahnútinn á frábæran kafla Fjölnismanna og skoraði þriðja markið á 62. mínútu. Það reyndist lokamark leiksins og 3-0 sigur Fjölnis staðreynd.

Þróttur V 0 – 3 Fjölnir
0-1 Hákon Ingi Jónsson (´53)
0-2 Viktor Hafþórsson (´58)
0-3 Reynir Haraldsson (´62)

Á sama tíma tók Afturelding á móti Grindavík. Fyrri hálfleikurinn byrjaði nokkuð rólega og var lítið um opin færi.
Sigurður Gísli Bond Snorrason fékk vítaspyrnu þegar rúmur hálftími var liðinn af leiknum, hann tók spyrnuna sjálfur og skoraði af öryggi og kom Aftureldingu yfir. Heimamenn leiddu með einu marki þegar flautað var til hálfleiks.

Gestirnir mættu grimmari út í seinni hálfleik og uppskáru er Aron Jóhannsson jafnaði metin á 71. mínútu með frábæru skoti. Lengra komust þeir ekki og 1-1 jafntefli niðurstaðan hér í kvöld.

Afturelding 1 – 1 Grindavík
1-0 Sigurður Gísli Bond Snorrason (´32)
1-1 Aron Jóhannsson (´71)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Breiðablik staðfestir komu Tobias Thomsen

Breiðablik staðfestir komu Tobias Thomsen
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Amorim segir tvíeykið sem kom frá Arsenal klárt í slaginn

Amorim segir tvíeykið sem kom frá Arsenal klárt í slaginn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Liverpool ætlar að styrkja þessa stöðu og leikmaður spútnikliðsins er efstur á blaði

Liverpool ætlar að styrkja þessa stöðu og leikmaður spútnikliðsins er efstur á blaði
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gefið í skyn að Börsungar gætu selt hann fyrir rétt verð – Þrjú ensk stórlið fylgjast með

Gefið í skyn að Börsungar gætu selt hann fyrir rétt verð – Þrjú ensk stórlið fylgjast með
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vandræðagemsinn stelur fyrirsögnunum enn á ný: „Kvaddi fjölskylduna, fór út á lífið með tveimur stelpum og eyddi milljón“

Vandræðagemsinn stelur fyrirsögnunum enn á ný: „Kvaddi fjölskylduna, fór út á lífið með tveimur stelpum og eyddi milljón“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Albert heyrði áhugaverða sögu frá Hlíðarenda – „Búin að vera að pikka í hann“

Albert heyrði áhugaverða sögu frá Hlíðarenda – „Búin að vera að pikka í hann“
433Sport
Í gær

Manchester City sagði nei við Chelsea

Manchester City sagði nei við Chelsea
433Sport
Í gær

Fluttur á sjúkrahús eftir óhugnanlegt atvik – ,,Leyfið honum að deyja“

Fluttur á sjúkrahús eftir óhugnanlegt atvik – ,,Leyfið honum að deyja“