fbpx
Mánudagur 03.mars 2025
433Sport

Segir Pep bera fulla ábyrgð á tapi Manchester City í gær – „Þú vinnur ekki leiki á taktíkinni einni saman“

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 5. maí 2022 19:00

Pep Guardiola.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dietmar Hamann, fyrrum miðjumaður Liverpool, kennir Pep Guardiola alfarið um tap Manchester City gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Hamann segir að Pep gefi leikmönnum ekki næga ábyrgð.

Manchester City sigraði fyrri leikinn gegn Real Madrid 4-3 á heimavelli. Enska liðið leiddi 1-0 þegar 89 mínútur voru komnar á klukkuna í gær en þá hófst ótrúleg endurkoma spænska liðsins. Rodrygo skoraði tvö í uppbótartíma og Benzema bætti við því þriðja í framlengingu.

„Ef þú gefur leikmönnum ábyrgð þá haga þeir sér á ábyrgan hátt. En þeir gera það ekki ef þú reynir að spila leikinn fyrir þá,“ sagði Hamann á Twitter síðu sinni.

„Þú vinnur ekki leiki á taktíkinni einni saman. Þegar leikurinn er flautaður af stað þurfa leikmenn að taka ákvarðanir og ekki í fyrsta skipti hefur lið hans tekið ranga ákvörðun á röngum tíma,“ sagði Hamann við Football Daily.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Amorim segir tvíeykið sem kom frá Arsenal klárt í slaginn

Amorim segir tvíeykið sem kom frá Arsenal klárt í slaginn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mikael ómyrkur í máli – „Eftir hverju eru menn að bíða?“

Mikael ómyrkur í máli – „Eftir hverju eru menn að bíða?“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gefið í skyn að Börsungar gætu selt hann fyrir rétt verð – Þrjú ensk stórlið fylgjast með

Gefið í skyn að Börsungar gætu selt hann fyrir rétt verð – Þrjú ensk stórlið fylgjast með
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þessi leikmaður United fékk sérlega harkalega meðferð á meðal stuðningsmanna í gær

Þessi leikmaður United fékk sérlega harkalega meðferð á meðal stuðningsmanna í gær
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Albert heyrði áhugaverða sögu frá Hlíðarenda – „Búin að vera að pikka í hann“

Albert heyrði áhugaverða sögu frá Hlíðarenda – „Búin að vera að pikka í hann“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Guardiola um Rodri: ,,Ég bjóst ekki við þessu en hann gæti snúið aftur í úrvalsdeildinni“

Guardiola um Rodri: ,,Ég bjóst ekki við þessu en hann gæti snúið aftur í úrvalsdeildinni“
433Sport
Í gær

Fluttur á sjúkrahús eftir óhugnanlegt atvik – ,,Leyfið honum að deyja“

Fluttur á sjúkrahús eftir óhugnanlegt atvik – ,,Leyfið honum að deyja“
433Sport
Í gær

Alli óvænt valinn í hópinn

Alli óvænt valinn í hópinn