fbpx
Mánudagur 03.mars 2025
433Sport

Þýski boltinn: Sveindís Jane og félagar einum sigri frá titlinum

Ísak Gabríel Regal
Miðvikudaginn 4. maí 2022 19:08

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveindís Jane Jónsdóttir og félagar í Wolfsburg eru nú aðeins einum sigri frá því að landa þýska meistaratitlinum eftir 5-1 sigur á SGS Essen í kvöld.

Gestirnir í Wolfsburg voru komnir í 3-0 forystu eftir rúmlega hálftíma leik. Dominique Bloodworth kom þeim á bragðið með marki úr vítaspyrnu á níundu mínútu en Ewa Pajor og Tabea Waßmuth bættu við mörkum áður en Vivien Endemann minnkaði muninn í 3-1 á 36. mínútu.

Dominique Bloodworth kom Wolfsburg svo í 4-1 á 66. mínútu. Varamaðurinn Sandra Starke skoraði fimmta mark gestanna í uppbótartíma. Sveindís Jane sat allan tímann á varamannabekknum.

Sveindís lék sinn fyrsta leik fyrir Wolfsburg í lok janúar á þessu ári og skoraði tvö mörk gegn Köln þann 11. mars síðastliðinn. Hún hefur verið fastamaður í liðinu og byrjaði meðal annars báða leikina gegn Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Wolfsburg getur tryggt sér titilinn með sigri á botnliði Carl Zeiss Jenna á sunnudag. CZJ hefur aðeins unnið einn leik á tímabilinu en liðið er með fimm stig eftir 20 leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Guardiola tekur undir ummælin sem Arteta fékk á baukinn fyrir

Guardiola tekur undir ummælin sem Arteta fékk á baukinn fyrir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmaður United brotnaði niður í gær – Myndband

Leikmaður United brotnaði niður í gær – Myndband
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Albert heyrði áhugaverða sögu frá Hlíðarenda – „Búin að vera að pikka í hann“

Albert heyrði áhugaverða sögu frá Hlíðarenda – „Búin að vera að pikka í hann“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Guardiola um Rodri: ,,Ég bjóst ekki við þessu en hann gæti snúið aftur í úrvalsdeildinni“

Guardiola um Rodri: ,,Ég bjóst ekki við þessu en hann gæti snúið aftur í úrvalsdeildinni“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Enski bikarinn: Manchester United tapaði í vítakeppni

Enski bikarinn: Manchester United tapaði í vítakeppni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Telur að Kompany henti Bayern betur en Guardiola

Telur að Kompany henti Bayern betur en Guardiola