Þrjú félög hafa áhuga á því að kaupa Aaron Wan-Bissaka bakvörð Manchester United. Ensk blöð segja frá.
Búist er við að Erik ten Hag sé klár í að selja bakvörðinn sem hefur átt í vandræðum á þessu tímabili.
Wan-Bissaka kom til United fyrir þremur árum og kostaði félagið 50 milljónir punda þegar hann kom frá Crystal Palace.
Hann hefur mikið verið á bekknum í ár og nú vill Palace fá hann aftur heim til Lundúna.
Jose Mourinho vill einnig fá hann til Roma en honum hefur gengið vel að gera vel með enska leikmenn á Ítalíu.
Þá hefur Atletico Madrid áhuga á að kaupa Wan-Bissaka sem er öflugur varnarmaður en hefur litla hæfileika fram á við.