Félög á Íslandi geta í ár verið með fjóra leikmenn en ekki þrjá utan evrópska efnahagssvæðisins. ÁStæðan er innrás Rússlands í Úkraínu.
Íslensk félög geta verið með fjóra leikmenn utan svæðisins ef einn af þeim kemur frá Úkraínu.
Úr fundargerð KSÍ:
Lagt var fram minnisblað um ákvæði (grein 22.1) í reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga vegna fjölda leikmanna utan Evrópska efnahagssvæðisins vegna leikmanna frá Úkraínu. Stjórn samþykkti að rýmka heimild í reglugerð á þann veg að félögum verði heimilt, tímabundið út árið 2022, að vera með að hámarki fjóra leikmenn frá öðrum löndum en Evrópska efnahagssvæðinu,
Færeyjum og Grænlandi skráða á leikskýrslu í 1. aldursflokki í hvert sinn í leik á vegum KSÍ, svo lengi sem a.m.k. einn þeirra leikmanna sé frá Úkraínu. Þannig gildir áfram sú meginregla að að hámarki þrír leikmenn frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins, Færeyja og Grænlands mega vera skráðir á leikskýrslu hjá félögum í leikjum á vegum KSÍ en tímabundið, af mannúðarástæðum, megi leikmenn utan Evrópska efnahagssvæðisins, Færeyja og Grænlands vera fjórir á leikskýrslu, ef a.m.k. einn þeirra leikmanna er frá Úkraínu.