Því er spáð að Kórdrengir berjist um sigur í Lengjudeild karla en deildin fer af stað á morgun en Kórdrengir hefja leik á föstudag á útivelli gegn Selfoss.
Fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn spá því að Kórdrengir endi í þriðja sæti deildarinnar en þetta er annað tímabil félagsins í næst efstu deild.
Lengjudeildin verður í beinni á Hringbraut í sumar, einn leikur í umferð verður í beinni útsendingu og markaþáttur eftir hverja umferð.
„Við teljum okkur alveg vera með lið í það, þetta verður vissulega erfitt,“ segir Davíð Smári Lamude þjálfari Kórdrengja um stöðu mála.
Fyrsta tímabilið í deildinni var lærdómur fyrir hið unga félag. „Maður þurfti að læra vel af deildinni í fyrra, þetta er annað árið í deildinni og það ár er oft erfitt. Við erum meðvitaðir um það.“
Nú er ljóst að Kórdrengir leika heimaleiki sína í Safamýr. „Þetta er búið að vera hægt að fá völlinn, gott að fá þetta staðfest.“
Davíð telur að Kórdrengir séu með betri hóp en í fyrra.
„Mér líst vel á hópinn, það fóru menn frá okkur og við þurftum að fylla í þau skörð. Ég tel okkur vera með breiðari hóp en í fyrra.“