Víkingur tók á móti Stjörnunni í ótrúlega skemmtilegum markaleik í Víkinni í Bestu deild karla fyrr í kvöld. Leiknum lauk með 5-4 sigri Stjörnunnar. Rikki G stjórnaði umræðunum i Stúkunni á Stöð 2 Sport í kvöld og hann velti því upp hvort þarna hefði ekki bara mögulega verið um besta leik í sögu efstu deildar karla að ræða.
„Ótrúlegur fótboltaleikur í víkinni. Heimavöllur hamingjunnar stóð undir nafni heldur betur þó að hamingjan sé kannski ekki mikil hjá Víkingunum sjálfum,“ sagði Rikki G í Stúkuni á Stöð 2 Sport.
„Þessi leikur hlýtur að fara í sögubækurnar sem einn besti leikur efstu deildar?,“ spurði Rikki sérfræðinganna í Stúkunni.
„Gústi stóð við stóru orðin, þessi leikur var þvílík skemmtun. Þvílíka veislan og gaman að sjá hungrið í þessum ungu strákum hjá Stjörnunni,“ sagði Reynir Leósson í Stúkunni.
„Þetta verður seint toppað,“ bætti Albert Brynjar Ingason við í Stúkunni á Stöð 2 Sport.