Arsenal vann í gær mikilvægan sigur á West Ham United í ensku úrvalsdeildinni. Með sigrinum komust Skytturnar aftur í 4. sæti en liðið á í harðri baráttu við erkifjendur sína í Tottenham um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. En enn og aftur hafa fagnaðarlæti liðsins eftir sigurleiki verið gagnrýnd.
Leikmenn Arsenal fögnuðu vel og innilega þegar að sigurinn var í höfn í gær og það fór fyrir brjóstið á Chris Sutton, fyrrum leikmanni Chelsea.
,,Arsenal fagnar eins og þeir hafi unnið deildinna, drottinn minn dýri,“ skrifaði Sutton í færslu á Twitter.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fagnaðarlæti Arsenal eru gagnrýnd á tímabilinu en Gabby Agnolahor, fyrrum sóknarmaður Aston Villa og Ashley Young, núverandi leikmaður liðsins, gagnrýndu fagnaðarlæti Arsenal eftir sigur á Aston Villa í mars síðastliðnum og fyrir það hafði Ruben Neves, miðjumaður Wolves, gagnrýnt fagnaðarlæti liðsins eftir leik Wolves og Arsenal í febrúar.
Arsenal er sem stendur í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 63 stig, þremur stigum á eftir Chelsea sem situr í 3. sæti og tveimur stigum á undan Tottenham sem situr í 5. sæti.