Sir Jim Ratcliffe hefur lagt fram tilboð í Chelsea og leggur til 4 milljarða punda í verkefnið. Breski milljarðamæringurinn lagði fram tilboð í morgun.
„Við lögðum fram tilboð í morgun,“ segir Sir Jim Ratcliffe við The Times.
Chelsea er til sölu en fjárfestahópar í Bandaríkjunum hafa barist um félagið. Roman Abramovich þarf að selja Chelsea eftir að eignir hans voru frystar í Bretlandi, vegna innrásar Rússlands í Úkraínu.
„Við erum einu bresku aðilarnir sem erum með. Við viljum byggja upp flott félag í London, við erum ekki að fara í þetta til að græða peninga. Við græðum á aðra vegu.“
Sir Jim Ratcliffe segir að í tilboðinu sé 1,75 milljónda fjárfestingaráætlun í innviði. Þar á að byggja upp Stamford Bridge völlinn, félagið og alla aðra innviði.
Að auki er Ratcliffe til í að borga 2,5 milljarð punda fyrir enska stórveldið sem selt verður á næstu dögum. Ratcliffe er mikill Íslandsvinur og stórt landsvæði hér á landi.