Valur tók á móti Þrótti í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna á Origo vellinum í kvöld.
Valur byrjaði leikinn af krafti og kom Arna Sif Ásgrímsdóttir liðinu yfir strax á 6. mínútu leiksins. Heimakonur voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik þrátt fyrir að gestirnir hafi fengið ágætis tækifæri.
Valur hélt áfram að sækja í seinni hálfleik og tvöfaldaði Mist Edvardsdóttir forystuna eftir rúmlega klukkustundarleik. Heimakonur fengu þónokkur færi til þess að bæta í forystuna en inn vildi boltinn ekki og 2-0 sigur þeirra staðreynd.
Valur byrjar því titilvörnina á sigri. Valur mætir Þór/KA á útivelli í næstu umferð en Þróttur fær Aftureldingu í heimsókn.
Valur 2 – 0 Þróttur
1-0 Arna Sif Ásgrímsdóttir (´6)
2-0 Mist Edvardsdóttir (´62)