fbpx
Miðvikudagur 08.janúar 2025
433Sport

Rúnar: Það var bara eitt lið á vellinum í dag

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 25. apríl 2022 20:35

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik hafði betur gegn KR á Meistaravöllum í Bestu deildinni í kvöld. Leikurinn var leikur tveggja hálfleika, KR-ingar fengu fullt af færum í fyrri hálfleik en inn vildi boltinn ekki. Jason Daði Svanþórsson kom Blikum yfir snemma í seinni hálfleik og náðu heimamenn ekki að skapa nóg til að jafna metin.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sagði í viðtali við Stöð 2 Sport að leik loknum að KR hefði verið miklu betra liðið í dag.

„Það var bara eitt lið á vellinum í dag, við vorum miklu betri og hefðum átt að skora 2-3 mörk í fyrri hálfleik og klára þennan leik þá en þegar þú nýtir ekki færin þín þá endar þetta oft svona. Þeir skora þetta eina mark og svo lágu þeir bara í vörn og beittu skyndisóknum og við náðum ekki að spila nægilega vel út úr því. Þeir voru þéttir til baka og við náðum ekki að skapa neitt mikið í seinni.“

„Við náðum ekki að skapa okkur nógu mikið til að jafna. Ég er bara ósáttur við markið sem þeir skora, mjög ósáttur ég held að þetta hafi verið hugsanlegt brot rétt fyrir markið og er pirraður yfir því. Það er svekkjandi að fá svona mark í andlitið, mér finnst að við eigum að fá brot þarna, „ sagði Rúnar við Stöð 2 Sport.

„Við vorum bara miklu betri en þeir og áttum að vinna,“ sagði Rúnar Kristinsson að lokum við Stöð 2 Sport.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Rekinn frá West Ham
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Jón Rúnar þvertekur fyrir ásakanir og harmar fréttaflutning – „Því svíður mig mjög að hafa þurft að sitja undir ásökunum“

Jón Rúnar þvertekur fyrir ásakanir og harmar fréttaflutning – „Því svíður mig mjög að hafa þurft að sitja undir ásökunum“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ronaldo gæti tekið umdeilt skref – Myndi mæta Real Madrid og hugsanlega Messi

Ronaldo gæti tekið umdeilt skref – Myndi mæta Real Madrid og hugsanlega Messi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Illa vegið að Alberti? – „Ég set spurningamerki við það“

Illa vegið að Alberti? – „Ég set spurningamerki við það“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Manchester United sagt íhuga að fara sársaukafulla leið til að styrkja fjárhagsstöðuna

Manchester United sagt íhuga að fara sársaukafulla leið til að styrkja fjárhagsstöðuna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrrum aðstoðarmaður Slot fær skemmtilegt tækifæri

Fyrrum aðstoðarmaður Slot fær skemmtilegt tækifæri
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Amorim segist ekki vita framhaldið – ,,Ég vil halda honum“

Amorim segist ekki vita framhaldið – ,,Ég vil halda honum“