fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
433Sport

Milljarða snekkjur Roman Abramovich komnar í örugga höfn

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 17. mars 2022 09:03

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roman Abramovich eigandi Chelsea er mættur heim til Rússlands og reynir að halda í eigur sínar, hann er sagður hafa ákveðið að yfirgefa Ísrael í upphafi vikunnar til að koma sér heim.

Tvær snekkjur í eigu Roman hafa nú yfirgefið þá staði sem þær voru á og eru komnar til Tyrklands. Engar líkur eru á að Tyrkir muni frysta eigur Roman og hann telur því þær vera komnar í örugga höfn.

Evrópusambandið og Bretland hafa fryst þær eigur Roman sem hægt er, þannig hefur Chelsea í ensku úrvalsdeildinni verið tekið af Roman. Hann má ekki stýra félaginu lengur og félagið er beitt miklum þvingunum.

Er gripið til þessara aðgerða vegna tengsla Roman við Vladimir Putin forseta Rússlands sem ákvað að láta her sinn ráðast inn í Úkraínu.

Snekkjan My Solaris var í Svartfjallalandi en siglir nú í átt að Tyrklandi, sömu sögu er að segja um Eclipse snekkjuna sem var við St Barns í Karabíska hafinu en heldur nú sömu leið. Solaris kostaði Roman 430 milljónir punda en Eclipse kostaði milljarð punda.

Báðar einkaþotur Roman eru nú staddar í Rússlandi samkvæmt fréttum en ljóst er að Abramovich er hræddur um frekari þvinganir vegna innrásar Rússlands í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leeds skoðar það að reka stjóra sinn sem kom liðinu upp – Efast um að hann geti haldið liðinu uppi

Leeds skoðar það að reka stjóra sinn sem kom liðinu upp – Efast um að hann geti haldið liðinu uppi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Martröð hjá markverði Stjörnunnar í gær – Sjáðu mörkin átta í Garðabænum í gærkvöldi

Martröð hjá markverði Stjörnunnar í gær – Sjáðu mörkin átta í Garðabænum í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hneyksluðust á páskafríi í Breiðholti – „Það er galið, maður er ekki vanur þessu“

Hneyksluðust á páskafríi í Breiðholti – „Það er galið, maður er ekki vanur þessu“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sonur Wayne Rooney með glæsilegt mark fyrir United um helgina – Sjáðu markið

Sonur Wayne Rooney með glæsilegt mark fyrir United um helgina – Sjáðu markið
433Sport
Í gær

Lykilmenn á skrifstofu United sagðir spenntari fyrri Delap en Osimhen

Lykilmenn á skrifstofu United sagðir spenntari fyrri Delap en Osimhen
433Sport
Í gær

Lið helgarinnar í enska boltanum – Þrír frá Villa og tveir frá Arsenal

Lið helgarinnar í enska boltanum – Þrír frá Villa og tveir frá Arsenal