Stale Solbakken, stjóri norska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur miklar mætur á Martin Ödegaard, fyrirliða landsliðsins og leikmanni Arsenal.
Alexandre Lacazette, fyrirliði Arsenal, fer líklega frá félaginu í sumar. Ödegaard er einn af þeim sem hefur verið nefndur sem hugsanlegur fyrirliði liðsins á næstu leiktíð.
,,Arteta sér Martin svolítið eins og ég. Hann er leikmaður sem þú vilt á síðasta þriðjungi vallarins, sem býr til mörk og skorar þau,“ sagði Solbakken við Verdens Gang.
Hann hélt áfram. ,,Hann er samt meira en það. Hlaup hans og hæfni nýtast líka í varnarleik. Hann er orðinn leiðtogi með mikinn leiksskilning.“
Ödegaard gekk í raðir Arsenal frá Real Madrid í sumar og hefur staðið sig afar vel í búningi enska liðsins.